Félagið

Rampurinn

Á döfinni

 

 

Flugkomur
Flugrallý
Lendingakeppnir

 

 

 


FastCounter by bCentral

31.12.2006

Gamlársdagur í Fluggörðum !


Hefðbundið Gamlársdags kaffi í Fluggörðum. Sjáumst í kaffi niðri á velli og ræðum flugárið sem er að líða.


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla !

Stjórnin!



9.12.2006

JÓLAGLÖGG föstudaginn 15. desember kl. 20:33


Hinn árlegi Jólaflugfagnaður verður haldinn föstudaginn 15. desember í Félagsheimili FÍE, Fluggörðum. Húsið opnar kl. 20:33.

FRÍTT Jólaglögg verður í boði meðan birgðir endast. Bjór og með verður í boði gegn vægum framlögum.

Ný og gömul myndbönd verða á skjánum með opnum umræður um framtíð flugsins á Íslandi og það nýjasta sem er að ske, svo eitthvað sé nefnt. Hver veit nema Stúfur komi í heimsókn!

Stjórnin!


14.9.2006

Flugrallý frestað til 23. september


Af óviðráðanlegum ástæðum verður Íslandsmeistaramótinu í vélflugi, svokallað flugrallý, frestað aftur um viku til laugardagsins 23. september næstkomandi.

Ath reglurnar hafa breyst. T.d. er ekki gert ráð fyrir að keppendur þurfi að búa til flugáætlun, heldur fá þeir tölvugerða flugáætlun 30 mínútum fyrir brottför. Floginn er svo fyrirfram ákveðin hringur og líkur keppninni með lendingarkeppni.

Sjá 2006 reglurnar frá FAI: ftp://www.fai.org/general_aviation/documents/RallyFlying2006-pdf.zip

Nánari kynning fyrir nýja keppendur verður haldin í næstu viku.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt hafið samband við Hörð (898 1894), Ágúst (897 9882), eða þá Ottó Tynes (893 8198).




22.8.2006

Flugrallý frestað til 9. september


Eins og margir vita er Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli skipulagður 26. ágúst, sama dag og halda átti Íslandsmeistaramótið í vélflugi, stundum kallað "Flugrallý". Af þeim ástæðum hefur verið ákveðið að færa Flugrallýið til laugardagsins 9. september, með sunnudaginn til vara.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari frábæru skemmtun og ekki er verra að bursta aðeins upp á kunnáttuna í leiðinni. Nánar auglýst síðar.




Stjórnin

15.6.2006

Jónsmessuflug 23-24. Júní - gisting fáanleg á Akureyri


Athugið að Jónsmessuflugið verður ekki til Blönduós heldur til Akureyrar að þessu sinni.

Hægt verður að fá gistingu á Akureyri í Hyrnunni og hugsanlega fleiri stöðum. Vinsamlega látið vita ef þið hafið áhuga á gistingu með því að hafa samband við Hörð (898 1894) eða tölvupóst einkaflug@internet.is eða þá Svanbjörn á Akureyri í síma 863 2835 eða tölvupóst hans svansig@nett.is





26.7.2006

Múlakot 2006 !


Fjölskyldu-flugkoma verður í Múlakoti í Fljótshlíð um Verslunarmannahelgina 2006. Flugvöllurinn í Múlakoti er sunnan við þjóðveginn í Fljótshlíðinni (F-261).

Flugkoman er ætluð flugmönnum, flugáhugamönnum í öllum tegundum flugs ásamt fjölskyldum þeirra eins og verið hefur undanfarin 22 ár. Engin formleg dagskrá verður í gangi, en menn skemmta sér og öðrum í leikjum og flugi. Flugkoman er góð viðbót við útihátíðirnar um Verslunarmannahelgina fyrir fjölskyldur.

Þeir sem koma fljúgandi geta lent á flugvellinum og geymt vélarnar á afgirtum stæðum á vellinum.

Enginn aðgangseyrir er á flugkomuna. Salerni eru á tjaldsvæðinu.

Tjaldsvæðið:
Tjaldsvæði fyrir gesti á flugkomunni er vestast á svæðinu, vestan flugskýlisins

Umsjón:
Félag Íslenskra Einkaflugmanna er skipuleggjandi flugkomunnar. Flugkoman hefur verið árlegur viðburður síðustu 22 árin. Félag Íslenskra Einkaflugmanna var stofnað 1947

Umferðarreglur Múlakoti 2006
Múlakot 2006- Umferðarreglur Flugmenn á leið til eða frá Múlakoti skulu kalla á 118.1 Mhz 5 NM frá Múlakoti eða við Hvolsvöll eða Stóra Dímon eftir því sem við á. Umferðarhringur er sunnan við braut í Múlakoti. Aldrei má fljúga norðan brautar í grennd við Múlakot. Æskilegt er að flugvélar sem hyggjast fljúga yfir svæðið séu í 2000 fetum eða ofar. Listflugsvæði verður í afmörkuðu boxi sunnan brautar. Þegar flugatriði svo sem listflug, fallhlífastökk eða önnur flugatriði eru í gangi er æskilegt að aðrar flugvélar halda sig utan við 3 NM frá vellinum. Flugmenn skulu fylgja flugreglum og sýna öðru flugi og umhverfinu tillitsemi í flugi sínu. Ekki skal fljúga yfir tjaldstæði undir 1000 fetum. Flugáætlanir skulu lagðar inn til flugumferðarþjónustu. Flugmenn eru minntir á að loka flugáætlunum sínum til að forðast álag við leit að þeim.
Ef einhverjar breytingar verða á dagskránni þá verða þær kynntar á vef Félags Íslenskra Einkaflugmanna http://www.vortex.is/aopa og einnig http://www.flugfrettir.is

Stjórnin


15.6.2006

Jónsmessuflug 23-24. Júní - gisting fáanleg á Akureyri


Athugið að Jónsmessuflugið verður ekki til Blönduós heldur til Akureyrar að þessu sinni.

Hægt verður að fá gistingu á Akureyri í Hyrnunni og hugsanlega fleiri stöðum. Vinsamlega látið vita ef þið hafið áhuga á gistingu með því að hafa samband við Hörð (898 1894) eða tölvupóst einkaflug@internet.is eða þá Svanbjörn á Akureyri í síma 863 2835 eða tölvupóst hans svansig@nett.is

Stjórnin


3.6.2006

Flugdagur Flugmálafélagsins - færður til 26. ágúst


Athugið að áður auglýstur flugdagur á vegum Flugmálafélags Íslands, hefur nú verið færður fram til 26. ágúst Sjá nánar uppfærða dagskrá hér til hliðar 'Á döfinni'

Dagskráin verður auglýst nánar síðar á vefsíðu Flugmálafélagsins þegar að líður, sjá http://www.flugmal.is.




31.5.2006

Flugdagur Flugmálafélagsins 10. júní - ath breytt dagsetning


Athugið að áður auglýstur flugdagur á vegum Flugmálafélags Íslands, er ekki 3. júní heldur 10. júní næstkomandi. Sjá nánar uppfærða dagskrá hér til hliðar 'Á döfinni'

Hugmyndin er að sem flestir sem eru með starfsemi við flugvöllinn opni dyr sínar og leyfi almenningi að skoða, en dagskráin verður auglýst nánar síðar á vefsíðu Flugmálafélagsins þegar að líður, sjá http://www.flugmal.is.




19.5.2006

Hópflug til Grímsey laugard. 20. maí - veðurútlit ekki gott


Veðurspáin lítur ekki vel út fyrir morgundaginn:

TAF 24 hours
TAF BIAR 191544Z 191818 35015G25KT 9999 -SHSN SCT025 BKN040 TEMPO 1824 5000 RASN BKN015 TEMPO 0018 3000 SHSN BKN010
TAF BIEG 191544Z 191818 36015G25KT 9999 -SHSN SCT008 BKN015 OVC025 TEMPO 1818 2500 SHSN BKN008=
TAF BIKF 191544Z 191818 03015G25KT 9999 SCT050
TAF BIRK 191544Z 191818 03015KT 9999 SCT035=


En hafið engu að síður samband við skipuleggjanda flugsins, Einar Dagbjartsson (8636357) á morgun laugardag, 20. maí, ef þið hafið hug á að athuga hvernig aðstæðurnar eru.

Ath: ef veður gefur ekki, þá er næsti laugardagur, 27. maí til vara.





13.5.2006

Hópflug til Vík, laugardaginn 13. maí - allra allra nýjustu fréttir (laugardagsmorgun)


Veðurspáin lítur vel i dag, laugardag, og hefur veðurspárit Veðurstofunnar haldist. Við látum því reyna á ferðina.

Mæting er í Fluggörðum eða Mósó kl. 10, með áætlaðri brottför kl. 10:30. Reynir á Vík mun svo taka á móti okkur (sími 849 4941).
Skipulagið á ferðinni verður með samskonar sniði og árið 2003 sjá http://www.simnet.is/flugneminn/hopflug_myrdal.htm en þó með einum mun, þar sem ekki verður hægt að fá grillmeti á staðnum, heldur verður hægt að kaupa súpu með brauði í hádeginu í staðinn.

Athugið: Hægt er að fá bensín á Vík, en einungis er hægt að greiða með ávísun eða reiðufé.

Sjáumst!


12.5.2006

Hópflug til Vík, laugardaginn 13. maí - allra nýjustu fréttir (föstudagskvöld)


Veðurspáin lítur vel út á morgun laugardag, og hefur veðurspárit Veðurstofunnar breyst til hins betra fyrir laugardag en er verri á sunnudag. Það verður því látið reyna á morgun, laugardag.

Mæting er á morgun í Fluggörðum eða Mósó kl. 10, með áætlaðri brottför kl. 10:30. Reynir á Vík mun svo taka á móti okkur (sími 849 4941).
Skipulagið á ferðinni verður með samskonar sniði og árið 2003 sjá http://www.simnet.is/flugneminn/hopflug_myrdal.htm en þó með einum mun, þar sem ekki verður hægt að fá grillmeti á staðnum, heldur verður hægt að kaupa súpu með brauði í hádeginu í staðinn.

Athugið: Hægt er að fá bensín á Vík, en einungis er hægt að greiða með ávísun eða reiðufé.

Sjáumst á morgun!


11.5.2006

Hópflug til Vík, laugardaginn 13. maí - nýjustu fréttir


Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir helgina, þó ekki sé alveg víst hve góð hún verður sbr. veðurspárit Veðurstofunnar. Hugmyndin er að skoða spánna annað kvöld, föstudagskvöldið og reyna svo á laugardaginn með sunnudaginn til vara.

Skipulagið á ferðinni verður með samskonar sniði og árið 2003 sjá http://www.simnet.is/flugneminn/hopflug_myrdal.htm en þó með einum mun, þar sem ekki verður hægt að fá grillmeti á staðnum, heldur verður hægt að kaupa súpu með brauði í hádeginu í staðinn.

Fylgist nánar með fréttum annað kvöld, á þessari síðu þegar vonandi verður orðið ljóst hvort af ferðinni verður á laugardag eða sunnudag. Tengiliður er Hörður (898 1894).




27.4.2006

Sumardagskráin er komin út fyrir flugsumarið 2006


Sumardagskráin - Flugkomur 2006 er komin. Sjá nánar hlekkinn Á döfinni, hér til hliðar. Einnig er hægt að hlaða inn pdf skjali með því að ýta á eftirfarandi hlekk:

Flugkomur2006.pdf



3.4.2006

Tryggingamál flugvéla


Flugmálafélag Íslands vinnur nú að tryggingarmálum fyrir íslensk loftför. Markmið félagsins er að ná hagstæðum samningum hérlendis eða erlendis til hagsbóta fyrir íslenska flugvélaeigendur.

Eigendur flugvéla sem hug hafa á að lækka reksturskostnað sinn með samfloti í samningum, sem Flugmálafélag Íslands er að beita sér fyrir, eru beðnir að senda nafn sitt og einkennisstafi flugvéla sinna með tölvupósti til FMÍ stjorn@flugmal.is eða bréflega til Flugmálafélags Íslands.
FMÍ
Flugmálafélag Íslands
Reykjavíkurflugvelli
Pósthólf 1378, 121 Reykjavík.
www.flugmal.is



1.04.2006

Ný stjórn kosin


Aðalfundur Félags íslenskra einkaflugmanna var haldinn laugardaginn 1. apríl og var mæting ágæt.

Í stjórnina voru kosnir:

Hörður Sverrisson, formaður.
Meðstjórnendur:
Helgi Kristjánsson
Þóroddur Sverrisson
Valur Stefánsson
Matthías Arngrímsson
Varamenn:
Guðmundur Hjaltason
Ottó Tynes, flugstjóri
Fáfnir Árnason




28.03.2006

Aðalfundur laugardaginn 1. apríl kl. 14:00


Aðalfundur Félags íslenskra einkaflugmanna verður haldinn laugardaginn 1. apríl (Ath: ekki aprílgabb) kl. 14:00 í félagsheimili FÍE að Fluggörðum

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórnin


12.3.2006

Fyrirlestur um þyrluflug, myndasýning og bjórkvöld, föstudaginn 17. mars kl.20


Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni mun halda stuttan fyrirlestur í félagsheimili FÍE um þyrluflug, bæði stórar og smár, og auk þess sýna myndband sem hann setti saman af þyrluflugi hér á landi. Myndasýning verður svo í kjölfarið.

Sigurður sem hefur mikla reynslu af flugi, hvort sem það eru þyrlur, listflugvélar, eða einfaldlega venjulegar flugvélar, ætlar að kynna okkur fyrir heimi þyrlna, bæði smáum einka-, og heimasmíðuðum þyrlum auk þess hvernig er að fljúga stóru þyrlum gæslunnar.

Þetta lofar að verða mjög áhugaverð kynning og verða bjór og með í boði gegn vægum fjárframlögum.

Við hvetjum alla til að nota tækifærið og kynnast heimi þyrlunnar á Íslandi.



2.1.2006

Kynning á Flugsmíð, félagi íslenskra heimasmiða laugardaginn 7. janúar


Flugsmíð, félag heimasmiða á Íslandi (EAA Chapter 668) mun halda kynningu á starfsemi sinni laugardaginn 7. janúar 2006 kl. 14:00 í húsakynnum Íslenska Flugsögufélagsins, Fluggörðum 24. Tilvalið að kíkja í kaffi í félagsheimili FÍE um hádegisbilið og rölta svo yfir í aðstöðu Flugsmíðar kl.14:00.

Margir einkaflugmenn gera sér ekki grein fyrir að heimasmíðaðar flugvélar eru tilvaldar til að halda áhugamálinu gangandi á mun hagkvæmari hátt en mætti halda. Heimasmíðaðar vélar er einnig tilvaldar til söfnunar á flugtímum fyrir þá sem ætla að halda lengra, því þær eru skráðar jafnt öðrum flugvélum. Heimasmíðaðar flugvélar eiga sér langa sögu bæði hérlendis og erlendis, en sú fyrsta var hönnuð og smíðuð hérlendis á fjórða áratug síðustu aldar af Birni Olsen og Gunnari Jónassyni og flaug sem TF-ÖGN.

Guðmundur Ásgeirsson, formaður Flugsmíðar ætlar að halda kynningu á starfsemi Flugsmíðar í húsakynnum Íslenska Flugsögufélagsins og ræða um heimasmíði, þar á meðal hverju þarf að huga að, viðhaldi, reglugerðum og fleira.

Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér þessa ört vaxandi grein innan einkaflugsins.



5.12.2005

JÓLAGLÖGG föstudaginn 9. desember kl. 20:32


Hinn árlegi Jólaflugfagnaður verður haldinn föstudaginn 9. desember í Félagsheimili FÍE, Fluggörðum. Húsið opnar kl. 20:32.

FRÍTT Jólaglögg verður í boði meðan birgðir endast. Bjór og með verður í boði gegn vægum framlögum.

Ný og gömul myndbönd verða á skjánum og opnar pallborðsumræður um það nýjasta sem er að ske, svo eitthvað sé nefnt. Hver veit nema jólasveinninn komi í heimsókn!

Stjórnin!


15.10.2005

Októberfest - myndakvöld föstudagskvöldið 28. október


Októberfest, haustfagnaður FÍE, verður haldið föstudaginn 28. október. Húsið opnar klukkan 20.

Guðmundur Hjaltason (TF-VHH) sýnir myndir af ferjuflugi sínu síðastliðið vor á Helio Courier frá norð-vestur strönd Kanada, yfir nyrsta hluta Kanada, til Grænlands og þaðan til Íslands.

Umræður um framtíð einkaflugsins á Íslandi og svo hvað er að ske í Evrópu auk nýrra reglna EASA verða á pallborðinu

Bjór og með verður á boðstólum gegn vægum fjárframlögum.

Einnig verður endursýnt myndband tveggja bandaríkjamanna á Mooney yfir Atlantshafið með stoppi á Grænlandi, Íslandi og Noregi.


24.09.2005

Niðurstöður Íslandsmeistaramótsins í vélflugi 2005


Verðlaunaafhending fyrir Íslandsmeistaramótið í vélflugi var haldin í haustfagnaði Flugklúbbs Selfossar föstudaginn 23. september síðastliðinn. Leigður var 9 manna bíll frá Bílaleigu Akureyrar á góðum kjörum, kostnaður rétt um tvö þúsund á mann, og mættu átta manns af höfuðborgarsvæðinu. Ferðin gekk vel og nutum við gestrisni Selfissinga í góðu yfirlæti.

Niðurstöður fyrir Íslandsmeistaramótið í vélflugi "Flugrallý" 2005 var kynnt og voru verðlaunahafar eftirfarandi:

Í fyrsta sæti var Matthías Sveinbjörnsson á TF-FUN.

Í öðru sæti var Haraldur Ragnarsson á TF-PIA

Í þriðja sæti var Hafsteinn Jónasson á TF-SPA.

Hægt er að sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni á vefsíðu Matthíasar http://public.fotki.com/matti/flug.


18.09.2005

Hópferð á haustfagnað Flugklúbbs Selfossar föstudaginn 23. september


Verðlaunaafhending fyrir Íslandsmeistaramótið í vélflugi, sem var haldið laugardaginn 27. ágúst síðastliðinn verður haldin á haustfagnaði og grillpartý Flugklúbbs Selfossar. Nægur grillmatur og með því verður á boðstólum fyrir hóflegt verð og byrjar maturinn kl.20:00.

Hugmyndin er að leigja 10-12 manna bíl ef næg þátttaka fæst, líkt og gert var á síðasta ári, og fjölmenna af höfuðborgarsvæðinu. Fólk verður bæði sótt og skilað heim eftir óskum.

Kostnaður yrði í hófi eða um 2800 kr. á mann báðar leiðir.

ATH: Ef þið hafið áhuga á að gera ykkur glaðan dag og fá far með bílnum vinsamlega hafið samband við Ottó Tynes (893 8198) eða Hörð (898 1894) eða sendið tölvupóst á flying@isholf.is til að skrá ykkur.

Athugið að láta verður vita um þáttöku eigi síðar en miðvikudaginn 21. september.



31.08.2005

Silfur Jódel keppnin (seinni hluti) á Tungubökkum laugardaginn 3. september


Silfur Jódel lendingarkeppni Flugklúbbs Mosfellsbæjar verður haldin á Tungubökkum næstkomandi laugardag, 3. september kl. 13. Skráning er á staðnum.
Ef ekki verður nægjanlega gott flugveður laugardaginn 3. september þá frestast keppnin fram á sunnudaginn 4. september.
Nánari upplýsingar hjá Ottó Tynes (893 8198).


30.08.2005

Íslandsmeistaramótið í vélflugi (Flugrallý) tókst vel


Íslandsmeistaramótið í vélflugi, sem var haldið laugardaginn 27. ágúst síðastliðinn tókst einstaklega vel. Þátttakan var ágæt og mættu sex keppendur. Vindur var með hvassara móti um morguninn á Selfossi, en heldur lægði þegar líða tók á daginn. Allir keppendur stóðu sig með prýði.

Niðurstöður keppninar og verðlaunaafhending verður svo haldin með haustfagnaði Flugklúbbs Selfossar í enda september. Nánar auglýst síðar.

Hugmyndin er að fjölmenna af höfuðborgarsvæðinu í 10 manna bíl, líkt og gert var um árið. Kostnaður yrði í hófi eða um 2800 kr. á mann.
ATH: Ef þið hafið áhuga á að fá far með bílnum vinsamlega hafið samband við Ottó Tynes (893 8198) eða Hörð (898 1894) eða sendið tölvupóst á flying@isholf.is til að skrá ykkur.

Hægt er að sjá myndir frá keppninni á myndasíðu Geirfugls http://www.geirfugl.is/gallery undir 'Viðburðir' og í myndaalbúmi Matthíasar Sveinbjörnssonar http://public.fotki.com/matti/flug.



26.08.2005

Íslandsmeistaramót í vélflugi 2005 (Flugrallý) laugardaginn 27. ágúst


Íslandsmeistaramótið í vélflugi sem var frestað um tvær vikur verður haldið á Selfossi laugardaginn 27. ágúst.

Ekki missa af þessu tækifæri til að bursta upp á flugkunnáttuna og njóta góðs félagsskapar.

Keppnin er þríþætt; byrjað er á flugleiðsöguáætlun. Keppendur fá svo tölvugerða flugáætlun í hendurnar sem þeir fljúga, og endar rallýið í lendingarkeppni. Enginn einn þáttur er ráðandi til sigurs, svo þótt kunnáttan í t.d. flugáætlanagerð sé ekki sem best þýðir það ekki að verðlaunasæti sé ómögulegt.

Ottó Tynes flugstjóri mun halda upprifjunar kynningu í félagsheimili FÍE Fluggörðum föstudaginn 26. ágúst kl. 20:00.

Til að skrá ykkur hafið samband við Ottó Tynes (893 8198), eða Hörð (898 1894), og eða sendið tölvupóst flying@isholf.is eða einfaldlega kíkið á föstudagskvöldið í upprifjunina hjá Ottó og skráið ykkur þar.



19.08.2005

Menningarnótt laugardaginn 20. ágúst - Flugdagur og hópflug


Flugdagur verður haldinn frá klukkan 16 á menningarnótt Reykjavíkurborgar við Hótel Loftleiðir, austanmegin við Reykjarvíkurflugvöll.

Ætlunin er að halda hópflug frá Tungubökkum, Mosfellsbæ. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, hafðu endilega samband við skipuleggjanda hópflugsins, Ottó Tynes í síma (893 8198).

Dagskráin er margþætt, en í stuttu máli eftirfarandi:
16:00 Hópflug fisa yfir höfuðborgarsvæðið.
16:10 Hópflug einkaflugvéla yfir höfuðborgarsvæðið.
16:15 Fallhlífastökkvarar lenda á svæðinu.
16:20 Setning Flugsýningarinnar.
16:30 Listflug, Model flug, Svifflug, Þyrluflug, Svifdrekaflug, Fisflug
Vélflug, DC - 3 og fl. og fl.
Sýning á ýmsum flugvélum.
18:30 Dagskránni líkur með listflugi.



18.08.2005

Íslandsmeistaramót í vélflugi 2005 (Flugrallý) frestað um tvær vikur


Íslandsmeistaramótið í vélflugi sem átti að halda á Selfossi laugardaginn 13. ágúst var frestað um tvær vikur vegna ónógrar þátttöku, eða til laugardagsins 27. ágúst næstkomandi.

Ekki missa af þessu tækifæri til að bursta upp á flugkunnáttuna og njóta góðs félagsskapar.

Keppnin er þríþætt; byrjað er á flugleiðsöguáætlun. Keppendur fá svo tölvugerða flugáætlun í hendurnar sem þeir fljúga, og endar rallýið í lendingarkeppni. Enginn einn þáttur er ráðandi til sigurs, svo þótt kunnáttan í t.d. flugáætlanagerð sé ekki sem best þýðir það ekki að verðlaunasæti sé ómögulegt.

Ottó Tynes flugstjóri mun halda upprifjunar kynningu í félagsheimili FÍE Fluggörðum föstudaginn 26. ágúst kl. 20:00.

Til að skrá ykkur hafið samband við Ottó Tynes (893 8198), eða Hörð (898 1894), og eða sendið tölvupóst flying@isholf.is eða einfaldlega kíkið á föstudagskvöldið í upprifjunina hjá Ottó og skráið ykkur þar.



9.08.2005

Íslandsmeistaramót í vélflugi 2005 (Flugrallý) á laugardaginn !


Íslandsmeistaramótið í vélflugi verður haldið á Selfossi laugardaginn 13. ágúst næstkomandi klukkan 10:00.
Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár. Byrjað er á leiðarflugsáætlun sem er síðan flogin.
Keppnin endar svo á lendingarkeppni.

Keppnin á síðasta ári tókst einstaklega vel og veðurspáin lofar góðu á laugardaginn, hæg norðanátt og sólskin. Þetta er því tilvalið tækifæri til að dusta rykið af flugkunnáttunni og hafa gaman af.

Ottó Tynes flugstjóri mun halda upprifjunar kynningu í félagsheimili FÍE Fluggörðum föstudaginn 12. ágúst kl. 20:00.

Til að skrá ykkur hafið samband við Ottó Tynes (893 8198), eða Hörð (898 1894), og eða sendið tölvupóst flying@isholf.is eða einfaldlega kíkið á föstudagskvöldið í upprifjunina hjá Ottó og skráið ykkur þar.



15.07.2005

Múlakot 2005


Fjölskyldu-flugkoma Flugmálafélags Íslands verður í Múlakoti í Fljótshlíð um Verslunarmannahelgina 2005. Flugvöllurinn í Múlakoti er sunnan við þjóðveginn í Fljótshlíðinni (F-261).

Flugkoman er ætluð flugmönnum, flugáhugamönnum í öllum tegundum flugs ásamt fjölskyldum þeirra eins og verið hefur undanfarin 21 ár. Engin formleg dagskrá verður í gangi, en menn skemmta sér og öðrum í leikjum og flugi. Flugkoman er góð viðbót við útihátíðirnar um Verslunarmannahelgina fyrir fjölskyldur.
Þeir sem koma fljúgandi geta lent á flugvellinum og geymt vélarnar á afgirtum stæðum á vellinum.

Sjoppa verður á svæðinu með gos, sælgæti og annað góðgæti. Löng hefð er fyrir sameiginlegu grilli á laugardagskvöldið gegn vægu gjaldi.
Enginn aðgangseyrir er á flugkomuna. Salerni eru á tjaldsvæðinu.
Tjaldstæði kostar 1.500 kr fyrir hverja fjölskyldu fyrir helgina.

Tjaldsvæðið
Tjaldsvæði fyrir gesti á flugkomunni er vestast á svæðinu, vestan flugskýlisins. Þar verða afmörkuð svæði fyrir þá hópa sem vilja vera saman og merkja sitt svæði sérstaklega.

Umsjón
Flugmálafélag Íslands er skipuleggjandi flugkomunnar. Flugkoman hefur verið árlegur viðburður síðustu 21 árin. Flugmálafélag Íslands var stofnað 1936 og er regnhlífarsamtök félagasamtaka í flugtengum íþróttum. Þar má nefna Vélflug, Svifflug, Svifdrekaflug, Fisflug, Listflug, Fallhlífarstökk, Módelflug, Heimasmíði og fleiri greinar.

Sjá nánar Flugmálafélag Íslands: http://www.flugmal.is

15.07.2005

Óvissuferð 16. júlí - nýjustu fréttir


Veðurspáin fyrir morgundagin lofar ekki góðu:
TAF BIRK 151537Z 151818 22010KT 9999 SCT010 BKN025 TEMPO 2118 7000 -RADZ SCT007 BKN010 OVC015

Ef svo ólíklega vill til að spáin breytist og það mun birta til munum við senda út SMS til félagsmanna og láta vita.

Burtséð frá veðrinu, kíkið endilega niður í félagsheimili á morgun og fáið ykkur kaffi hjá Ívari.



11.06.2005

Viðburðir til 2. júlí uppfærðir með umsjónarmanni


Flugkomur 2005, sjá 'Á Döfinni' hér til hliðar, hafa núna verið uppfærðir með Umsjónarmanni eða Tengilið.

Ef þið hafið hug á því að taka þótt í hópflugunum laugardaginn 18. júní, til Vestfjarða og Akureyrar 24. og 25 júní og svo óvissuferðina laugardaginn 2. júlí, hafið þá samband við viðkomandi tengilið eða umsjónarmann.

Sjá nánar á 'Á döfinni' hér til hliðar eða ýtið á hlekkinn hér: Flugkomur 2005 með tengiliðum.

Ath umsjónarmaður vefsins verður erlendis til og með 2. júlí


10.06.2005

Piper dagur á Tungubökkum, Mosfellsbæ laugardaginn 11. júní


Hinn hefðbundni Piper dagur verður haldinn laugardaginn 11. júní á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Mæting um hádegisbilið.

Ef veður leyfir verður samflug Piper Cub og fleira til skemmtunar og gamans.

Veðurspáin er mjög góð, því er tilvalið að taka alla fjölskylduna með, mæta með góða skapið, og njóta útiverunnar.

Vefsíða Flugklúbbs Mosfellsbæjar: www.fkm.is


9.06.2005

Kynningardagur hjá Geirfugl laugardaginn 11. júní milli kl. 12 og 16


Kynning á starfsemi og flugflota Geirfugls verður laugardaginn 11. júní milli 12 og 16 í Fluggörðum 25, Reykjavíkurflugvelli. Gengið er inn á svæðið af malarbílastæði austan við Íslenska Erfðagreiningu. Boðið verður upp á kynningarflug á C-150 og Socata vélum félagsins gegn vægu gjaldi. Grillið mun einnig glamra, flughermir verður í gangi ásamt flugmyndböndum. Kennarar og meðlimir félagsins munu taka vel á móti gestum og gangandi. Verið velkomin að skoða stærsta flugklúbb landsins.

Sjá nánar www.geirfugl.is

8.06.2005

Myndakvöld fimmtudagskvöldið 9. júní kl. 20:00


Myndasýning frá flugi Guðmundar Hjaltasonar á Helio Courier frá Bresku Kolumbíu, vesturströnd Kanada, til Íslands í maí á þessu ári.

Flugvélin, sem er núna á Ísafirði, sjá mynd Helio tekna á Ísafirði, var flogið af Guðmundi frá norðurhluta Bresku Kolumbíu, yfir norður Kanada, Grænland og til Íslands.



04.06.2005

Vel heppnuð hópferð til Ísafjarðar laugardaginn 4. júní


Vel heppnuð hópferð var farin í forsvari FKM til Ísafjarðar, laugardaginn 4. júní.

Alls tóku átta vélar þátt í ferðinni og á Ottó Tynes heiður fyrir framtakið.

Hugmyndin er að setja myndir af viðburðinum og fleirum þegar þær berast inn. Látið okkur því endilega vita ef þið hafið myndir til birtingar með því að senda tölvupóst á flying@isholf.is.




18.05.2005

Grímseyjarferð föstudaginn 20. maí


Eggjatínsluflug til Grímseyjar í samstarfi við heimamenn. Yfirflugsveitarforingjar verða Einar Dagjartsson og Ottó Tynes
Gert er ráð fyrir að menn séu mættir á norðurhjara um klukkan 19:00
Nánari uppl í síma: Einar 863-6357, Eiríkur 892-2502

Nýjustu fréttir:(19. maí kl. 21) Það er enn óvíst með veður til Grímseyjar - Hugmyndin er að athuga klukkan 18 á morgun, föstudag 20. maí hvernig veðurútlit verður og fara þá til Vestmanneyja ef ekki er fært á morgun. Hafið samband við Ottó Tynes (893 8198) fyrir nánari upplýsingar.



13.05.2005

Ný stjórn kosin


Ný stjórn var kosin einróma á aðalfundi félagsins 12. maí s.l.

Sjá Félagið hér til hliðar fyrir uppskipun nýrrar stjórnar.


29.04.2005

Sumardagskráin 2005 er komin út !


Ný sumardagskrá er komin út fyrir flugsumarið 2005. Leitast var við að hafa sem mest samráð við aðra flugklúbba og flugaðila og eru þeir birtir þar sem það á við ef þeir eru öllum opnir.

Hægt er að finna nýju dagskránna í Flugkomum hér til hliðar og í PDF skjali sem er hægt að opna og prenta út, ýtið hér á Flugkomur2005.pdf .


28.04.2005

Aðalfundur fimmtudagskvöldið 12. maí kl. 20:00


Aðalfundur Félags íslenskra einkaflugmanna verður haldinn fimmtudagskvöldið 12. maí kl. 20:00 í félagsheimili FÍE að Fluggörðum

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórnin


Umræðukvöld laugardagskvöldið 16. apríl kl. 20:00


Umræðukvöld og bjórkvöld verður haldið laugardaginn 16. apríl kl. 20:00 í félagsheimili FÍE að Fluggörðum

Hart hefur verið sótt að einkafluginu á öllum vígstöðum síðustu árin, ekki einungis hérlendis heldur einnig í mörgum öðrum löndum. Vandamálið liggur kannski ekki endilega hjá flugmálayfirvöldum, þó margt mætti bæta þar, heldur í mörgum tilfellum afstöðu borgar og bæjaryfirvalda. En hvert skal haldið og hvernig getum við eflt og stækkað félagsskap okkar?

Mætum og setjum fram skoðanir okkar hvaða aðgerðir þarf að taka til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins.

Ennþá eru birgðir af bjór og fleiru til síðan jólaglöggin var haldin - Boðið verður upp á bjór og með því gegnum vægum fjárframlögum

Stjórnin


23.02.2005

Flugöryggisfundur fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00


Ágætu flugáhugamenn og aðrir.

Flugöryggisfundur verður haldinn
fimmtudaginn 24. febrúar 2005
að Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 20.00

Á dagskrá er m.a.
Farið yfir flugatvik og flugóhöpp
Þormóður Þormóðsson rannsóknarstjóri
Rannsóknarnefndar flugslysa

Kynning á hinu nýja flugfélagi
Landsflugi ehf.
Tyrfingur Þorsteinsson flugrekstrarstjóri

Stuttmynd
Fis umhverfis ísland 2004 eftir feðgana
Arnar og Ágúst Guðmundsson

Kvikmynd um flug að vetrarlagi.

Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðs.
Kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar.

Allt áhugafólk um flugmál velkomið.

FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS
Rannsóknarnefnd Flugslysa
Öryggisnefnd FIA
Flugbjörgunarsveitin
Flugmálastjórn Íslands


11.12.2004

JÓLAGLÖGG föstudaginn 17. desember kl. 20:31


Hinn árlegi Jólaflugfagnaður verður haldinn föstudaginn 17. desember. Húsið opnar kl. 20:31.

FRÍTT Jólaglögg verður í boði meðan birgðir endast. Bjór og með verður í boði gegn vægum fjárframlögum.

Sýnt verður myndband frá Allen Johannesson, barnabarni Konna Johannesson, þeim sama og kenndi Smára Karlssyni og Jóhannessyni Snorrasyni o.fl. Sjáið skógarelda slökkta með Catalina flugbátum og Twin Otter lenda með ofrisflautuna á 300 metra flugbraut upp á fjalli !!

Stjórnin!


12.09.2004

Uppskeruhátíð laugardaginn 18. september kl. 20:00


Flugsumarið hefur verið með afbrigðum gott. Hvað er betra en að rifja upp viðburði sumarsins með félögum okkar á 'Uppskeruhátíð'. Einnig verður grillað á staðnum ef veður leyfir.

Hátíðin verður haldin laugardaginn 18. september næstkomandi í félagsheimili FÍE, Fluggörðum.

Húsið opnað klukkan 20:00 og verður boðið upp á fría bollu meðan birgðir endast auk bjórs og víns á vægu verði.

Sjáumst á laugardaginn !


9.08.2004

Íslandsmeistaramót í vélflugi (Flugrallý) á laugardaginn


Íslandsmeistaramótið í vélflugi verður haldið á Selfossi laugardaginn 14. ágúst næstkomandi klukkan 10:00.
Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár. Byrjað er á leiðarflugsáætlun sem er síðan flogin.
Keppnin endar svo á lendingarkeppni.

Ottó Tynes flugstjóri mun halda upprifjunar kynningu í félagsheimili FÍE Fluggörðum fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20:00.

Til að skrá ykkur hafið samband við Ottó Tynes (893 8198), eða Hörð (898 1894), sendið tölvupóst flying@isholf.is
eða einfaldlega kíkið á fimmtudagskvöldið í upprifjunina hjá Ottó.

Sjáumst á Selfossi !


08.08.2004

Ferð til Duxford


Þessi sýning er ein sú þekktasta í Evrópu og er sérstaklega hugsuð sem
skemmtun og fróðleikur fyrir alla aldurshópa. Á Duxford, sem er gamall
herflugvöllur, er stórt safn flugvéla, herflugvélar frá báðum
heimsstyrjöldum og hraðfleygar nútíma herþoturnjafnt sem gullmolar frá
upphafi flugsins. Margar flugvélar taka þátt í sjálfri flugsýningunni,
t.d. Sopwith Camel, Spitfire, Hurricane, Tornado, Harrier og aðal
númerið er stór-sýning bresku flugsveitarinnar Red Arrows.
Flugminjasafn Royal Air Force í Hendon verður einnig heimsótt.

Hinn landskunni fréttamaður og flugáhugamaður Ómar Ragnarsson verður
fararstjóri og nýtur hann aðstoðar þekktra flugsagnfræðing og spekinga
sem verða með í ferðinni.
Þessi ferð verður ógleymanleg fyrir alla þá sem hafa áhuga á fluginu og
sögu þess.

Ferðatilhögun:

Brottför: Iceland Express flug AEU 153 þann 3. sept
Keflavík-London/Stanstead 07.40/11.30
Heimkoma: Iceland Express flug AEU 152 þann 5.sept
London/Stanstead-Keflavík 19.50/21.40
Gisting: Holiday Inn Bloomsbury í mið London, morgunverður innifalinn.
Rútuferðir: Til og frá Stanstead, Duxford og Hendon eru innifaldar í
verði ferðar.
Aðgöngumiðar: Innifaldir í verði ferðarinnar eru aðgöngumiðar á
Duxford sýninguna og einnig að Hendon safninu.
Farmiðasala: Iceland Express, www.icelandexpress.is, t-póstur:
hopar@icelandexpress.is sími: 550 0600

Verð aðeins: kr 59.500 með sköttum

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Sigurður Karlsson, símar 822 2190,
5628983 og
t-póstur: duxford_visitors@hotmail.com

Sjá einnig: www.iwm.org.uk


08.08.2004

Flugvernd


1. september næstkomandi verður innra hlið í Fluggörðum að skýli 4 tekið í notkun.

Í tilkynningu frá Flugmálastjórn er tilhögun notkunarinnar og námskeið því tengdu kynnt, sjá Flugvernd tilkynning

16.05.2004

Sumardagskráin 2004 er komin út !


Ný sumardagskrá er komin út fyrir flugsumarið 2004. Leitast var við að hafa sem mest samráð við aðra flugklúbba og flugaðila og eru þeir birtir þar sem það á við ef þeir eru öllum opnir.

Hægt er að finna nýju dagskránna í nýjast hefti Flugtíðinda

22.04.2004

Aðalfundur - 22. apríl 2004


Aðalfundur var haldinn 22. apríl s.l. Hefðbundin aðalfundarstörf voru tekin fyrir. Reikningar voru samþykktir, og farið var yfir helstu mál síðastliðins árs Kosið var í nýja stjórn.

Stjórnina skipa:
Hörður Sverrisson, formaður.
Helgi Kristjánsson, varaformaður.
Kristbjörn Gunnarsson, ritari.
Hjalti G. Guðmundsson, gjaldkeri.
Þóroddur Sverrisson, meðstjórnandi,
Þórarinn Hjaltason, varam.
Guðmundur Hjaltason, varamaður.
Ottó Tynes flugstjóri, varamaður

27.03.2004

Fyrirlestur - Flugveður og öryggi 27. mars


Fyrirlesari Ottó Tynes flugstjóri. Mæting FÍE kl. 13:00

Ottó mun fara yfir ýmsa öryggisþætti flugs og þá sérstaklega því sem að veðri kemur.
Meðal annars verður sýnt myndband af ýmsu skýjafari sem er ágætur fróðleikur fyrir okkur sem þurfum að þekkja og virða þau.

27.02.2004

Bjór og Myndakvöld 27. febrúar


Myndir frá Grænlandsför TF-ELX (Haflið og Steingrímur) og TF-VHH (Guðmundur Hjaltason og Kiddi). Mæting FÍE kl. 20:00

Hvetjum alla til að mæta sem hafa haft það í maganum að 'skreppa' yfir sundið vestur eða austureftir !

7.02.2004

Fyrirlestur - Flug yfir hafið 7. febrúar


Flugöryggisfundur Ottó Tynes og fyrirlestur haldinn af Helga Kristjánssyni og Sigurði gæsluflugmanni Mæting FÍE 13:00. Fundurinn endar með sýningu á myndbandi Helga og Sigurðar af ferð þeirra með TF-FAA frá Danmörku til Íslands. Að lokum verður sýnt myndband tveggja bandaríkjamanna frá Bandaríkjunum til Noregs með viðkomu á Grænlandi og Íslandi.

Allir flugáhugamenn og velunnarar velkomnir !

12.12.2003

Jólaglögg 12. desember


Hin árlega Jólaglögg Félags Íslenskra Einkaflugmanna verður haldin 12. desember klukkan 20:00.

Allir velkomnir !

15.11.2003

Ný stjórn kosin 15. nóvember s.l.


Ný stjórn fyrir veturinn 2003-4 var kosin í Félagi Íslenskra Einkaflugmanna þann 15. nóvember 2003.

Stjórnina skipa; Hörður Sverrisson, formaður. Helgi Kristjánsson, varaformaður. Kristbjörn Gunnarsson, ritari. Guðmundur Hjaltason, gjaldkeri. Þóroddur Sverrisson, meðstjórnandi, Hjalti G. Guðmundsson, varamaður. Þórarinn Hjaltason, varamaður. Ottó Tynes flugstjóri, varamaður.

Flugrallý

Laugardaginn 23. ágúst verður hið árlega flugrallý FÍE haldið á Hellu og nágrenni. 

Keppnin verður á hefðbundinn hátt. Keppendur fá nokkra punkta á korti og eiga síðan að plana flug á milli þessara punkta og fljúga síðan eftir planinu. Sigurvegarinn er sá sem stendur sig best í að áætla flugtíma og flýgur á þeim tíma sem hann planar, ekki sá sem flýgur hraðast. Á leiðinni þarf líka að þekkja kennileiti af ljósmyndum.

Í ár verða tveir keppendur í hverju liði, kapteinn og kóari.

Flugrallý er fyrir alla flugmenn, óháð reynslu. Þeir sem eru nýkomnir með skírteinið hafa meira að segja visst forskot þar sem þeir eru vanir að fást við yfirlandsflugplönin.

Kynning (briefing) verður í FÍE heimilinu á föstudagskvöld kl. 20:00, mæting er á Hellu kl. 10.00 á laugardagsmorgun.

Flugrallýið er haldið af FÍE, og er öllum opið. Ekkert þátttökugjald, en glæsileg verðlaun. Tilkynnið þátttöku sem fyrst með tölvupósti á stjorn@einkaflug.net eða með því að hringja í Hörð Sverrisson (8981894).

Við hvetjum alla einkaflugmenn til að taka þátt og sýna hvað þeir geta.  Ef menn treysta sér ekki til að taka þátt eru enn örfá störf laus fyrir tímaverði og aðra hjálparkokka.  Hafið samband við Ottó Tynes eða Hörð strax til að missa ekki af embætti.

 

03.06.2003

Nýir póstlistar

FÍE hefur komið upp tveimur nýjum póstlistum sem eiga vonandi eftir að nýtast vel í sumar.  Í fyrsta lagi var settur upp póstlisti fyrir alla skráða meðlimi FÍE.  Á þann lista verða einungis sendar tilkynningar til félagsmanna, og umferð verður haldið í lágmarki.

Hinn listinn heitir hopflug@einkaflug.net og er hann ætlaður fyrir tilkynningar og umræður um hópflug, flugkomur, og aðrar uppákomur.  Menn þurfa sjálfir að skrá sig á þann lista, og hver sem er getur sent póst inn á listann.  Hægt er að skrá sig á heimasíðu listans.

 

03.06.2003

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöld farnir út

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöld FÍE fyrir árið 2002 og 2003 voru sendir út í liðinni viku.  Vegna mistaka hjá bankanum fóru seðlarnir út án fréttabréfs sem ætlunin var að senda með.  Það fórst fyrir að senda út greiðsluseðla á árinu 2002, þannig að sá seðill er sendur með núna, og er mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir borga hann.  Einhverjir höfðu þegar greitt árgjald 2002.  Vinsamlegast hafið samband við stjórn FÍE ef þið viljið láta fella annan greiðsluseðilinn

 

03.06.2003

Starfsár 2003 að hefjast

Starfssemi FíE hefur alltaf verið mest áberandi yfir sumarmánuðina.  Sumarið 2003 mun FÍE standa fyrir Jónsmessuflugi í Grímsey og Flugrallýi á Hellu.  Frekari upplýsingar birtast hér á síðunni er nær dregur.

 

03.06.2003

Aðalfundur FÍE

Aðalfundur var haldinn í desember 2002.  Árgjald var ákveðið 2.500 krónur, og ný stjórn var kjörin.  Hana skipa:

Kristbjörn Gunnarsson

Guðmundur Hjaltason

Helgi Kristjánsson

Hjalti Geir Guðmundsson

Þóroddur Sverrisson

 

04.07.2001

Vel heppnað sólstöðuflug

Hið árlega sólstöðuflug var farið þann 22. júní síðastliðinn og heppnaðist í alla staði vel.  Ellefu flugvélar og fjöldi manns fóru í ferðina sem var heitið til Grímseyjar með millilendingu á Sauðárkróki.  Nánari umfjöllun og myndir eru hjá Flugnemanum (http://www.simnet.is/flugneminn):

 

“Sólstöðuflugið var frábært. Við fórum fyrst á Sauðarkrók og
lentum þar í blanka logni og frábæru veðri.  Síðan var haldið út
í Grímsey þar sem við fengum höfðinglegar móttökur. Eftir það
var haldið heim. Þegar heim var komið lenti allur hópurinn á
Flugvellinum í mosó um 4 leitið. Í hópnum voru 11 flugvélar og
um 40 manns. Það verða birtar myndir frá ferðinni í myndaalbúmi
Flugnemanns á næstunni.  Ég vil þakka Félagi Íslenskra
einkaflugmanna fyrir frábæra ferð og gott skipulag á ferðinni.
Og ég hvet alla til að kynna sér starfsemi FÍE og ganga í
félagið. Ef svona ferðir eru farnar reglulega borgar það sig svo
sannarlega að vera félagi og njóta góðs félagsskapar og reynslu
þessara félagsmanna.” 

Haft eftir Flugstjóranum á spjallsíðu Flugnemans.

 

Myndir úr ferðinni er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð: http://frontpage.simnet.is/flugneminn/solstoduflug.htm

 

04.07.2001

Nýtt flugdagatal frá Flugmálafélagi Íslands

Nú er búið að gefa út nýtt flugdagatal.  Það er Tyrfingur hjá Flugmálafélagi Íslands sem stendur að útgáfunni í samvinnu við Hönnun og umbrot ehf.  Hægt er að nálgast dagatalið á skrifstofu Flugskóla Íslands.

 

08.06.2001

Málun á húsinu

Til stendur að mála húsið í sumar, nánar tiltekið laugardaginn 16. júní. Allir eru velkomnir, pizza og gos verður svo í boði fyrir dugnaðarforkana

 

08.06.2001

Lokun fluggarða

Nú stendur til að loka taxibrautinni GOLF í tvo daga á meðan hún verður malbikuð. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður þetta strax eftir Hvítasunnuhelgina. Þeir sem vilja fljúga þessa daga er bent á að fylgjast vel með og/eða hafa samband við flugvallardeild.

 

08.06.2001
Framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli:

Það ætti nú öllum að vera ljóst sem hafa keyrt framhjá flugvellinum að braut 02-20 er ekki lengur til staðar og sama er að segja um akbrautina FOXTROT.  Sökum þessa hefur nú verið gerð ný akbraut frá skýli 4 að FOXTROT (þar sem bensíndælan var). Ekki er enn búið að ganga alveg frá honum að fullu en ágæti þess að hafa hann hefur sannað sig strax enda styttir hann leiðina í fluggarða þegar 13-31 er í notkun.  Þessi nýja taxibraut ber nafnið GOLF eftir því sem við best vitumJ. Við skulum bara sýna framkvæmdunum biðlund þar sem völlurinn verður mikið glæsilegri á eftir.  Ennfremur hefur okkur borist til eyrna að laga eigi umhverfið í kringum endann á braut 13, jarðvegurinn jafnaður og grasi sáð í hann.

 

08.06.2001

Nýr AIP

Nú er í vændum ný AIP bók og voru forsvarsmenn FÍE beðnir að koma uppí turn og skoða það sem FMS er búin að gera og fá álit okkar á  því. Skemmst er frá því að segja að nú verður AIP bókin í stærðinn A4. Henni til viðbótar verður svo boðið upp á minni útgáfu af henni í stærðinni A5 sem mun innihalda allar nauðsynlegar upplýsingar sem flugmenn þurfa á að halda í flugi, s.s. upplýsingar um flugvelli og kort. Til stendur að möppurnar undir þetta verði úr leðri þannig að þægilegra verði að handleika bókina í flugi. Okkur leist mjög vel á þær hugmyndir sem FMS hafði fram að færa og bíðum spenntir eftir að fá endanlega útgáfu af bókinni.

 

08.06.2001

“TRAFFIC ALERT”

Hver kannast ekki við að hafa mætt flugvél með litlu bili og hugsað sem svo að þetta hafi nú verið heldur nálægt og að það sé nú sennileg rétt að horfa betur út næst. Ég var að fletta AOPA PILOT blaði sem var í FÍE húsinum og sá þar auglýsingu um útbúnað sem lætur mann vita ef önnur flugvél búin transponder er í nánd. Útbúnaðurinn er ekki mjög stór og ekki er nauðsynlegt að setja hann fastan í flugvélina heldur er hægt að hafa hann bara lausan eins og “handheld GPS”. Tækið kostar aðeins 800USD sem er í raun ekki mikið fyrir “míní TCAS”. Hægt er að sjá meira um útbúnaðinn á netinu www.monroyaero.com og í APRÍL blaði AOPA PILOT (bls. 122).

 

 

07.06.2001
Flugdagur í Mosó

Þann 4.júní var haldinn flugdagur í Mosó vegna 20 ára afmælis flugklúbbsins.  Hátíðarhöldin fóru vel fram og eiga skipuleggjendur mótsins heiður skilinn.  Það var margt um manninn enda veður gott.  Myndir frá flugdeginum er hægt að skoða á heimasíðunni http://www.flugsidan.is .

 

07.06.2001
Endurbygging Þórsmarkarflugvallar

Völlurinn í Þórsmörk hefur verið endurbyggður og eiga heimamenn veg og vanda að þeirri endurbygginu.

 

04.04.2001
Þórsmörk
Nú stendur yfir undirskriftarsöfnun þar sem Flugmálastjórn er hvött til þess að endurbyggja flugvöllinn í Þórsmörk (BITM). Undirskriftalistinn er í Skýli 26 (aðstöðu Geirfugla). Samhliða þessu mun stjórn FÍE beita sér í þessu máli.

04.04.2001
Nýr taxiway
Vegna vinnu í brautarenda 02-20 (norðurenda) stendur til að útbúa taxiway fyrir vélar í fluggörðum. Hann á að liggja frá Foxtrot að skýli nr. 4. Nánari lega hans er óljós en stendur til að fá svör frá Flugmálastjórn varðandi það mál.

04.04.2001
Laugardagskaffi
Menn eru hvattir til þess að láta sjá sig í Laugardagskaffinu. Þar geta menn skiftst á skoðunum, rætt þau mál sem eru í umræðunni (og nóg er af þeim) eða bara hlustað og heyrt á flugsögur. Ívar býður mönnum veitingar gegn vægu gjaldi.

04.04.2001
Ný stjórn var kosin á Aðalfundi FÍE
Stjórnina skipa; Hjalti Geir Guðmundsson, formaður. Tyrfingur Þorsteinsson, varaformaður. Ilias Karl Moustacas, ritari. Ingibergur Erlingsson, gjaldkeri. Matthías Sveinbjörnsson, meðstjórnandi, Guðmundur Þór Björnsson, varamaður. Þórarinn Hjaltason, varamaður. Ottó Tynes flugstjóri, varamaður.

04.04.2001
Niðurstaða kosinga
Ef einhver skyldi ekki vita það þá fór atkvæðagreiðslan um skipulag Vatnsmýrarinnar og framtíð flugvallarins þannig að 30.219 manns kusu eða 37,2% af þeim voru 14.529 manns eða 48,1% sem vildu flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni en 14.913 manns eða 49,3% sem vildu flugvöllinn burt.  Ekki  verður greint á milli auðra og ógildra atkvæðra sem voru 700 talsins eða 2,3%.

Það má því vera ljóst að niðurstaðan er ekki bindandi.

Eldri fréttir

Síðast uppfært: ágúst 18, 2003