Litlir froskar

 

Litla froska, litla froska

er skemmtilegt að sjá.

Litla froska, litla froska

er skemmtilegt að sjá.

:/:Kvvvvvakk-kvakk-kvakk,

Kvvvvvakk-kvakk-kvakk,

Kvvvvvakk-kvakk-kvakk,kvakk,kvakk:/:

 

Börnin dreifa sér um gólfið sitja á hækjum sér og styðja höndum í gólfið fyrir framan sig (milli fótanna). Þannig eru þau á meðan þau syngja vísuna sjálfa. Þegar byrjað er á kvakk-inu hoppa allir um eins og froskar.

 

Höfundar ókunnir / 6 ára+