Aumingja kisa

Þátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn er í miðjunni og er kisan. Kisa á að skríða, á fjórum fótum, að einhverjum í hringnum, nudda sér upp við hann og mjálma. Sá sem kisa er að nudda sér upp við á að klappa á bakið á henni og segja; "Aumingja kisa". En-----hann má ekki fara að hlæja, ekki einu sinni brosa. En allir hinir í hringnum mega hlæja eins mikið og þeim sýnist. Kisa má endurtaka leikinn þrisvar sinnum við sama þáttakandann. Ef honum stekkur ekki bros á vör verður hún að reyna við einhvern annan. Sá sem fer að hlæja verður kisa og fer inn í hringinn.