Brennó

Til þess að geta leikið þennan leik þarf brennibolta og leikvöll. Þátttakendum er skipt í tvö lið. Í hverju liði er útikóngur og á hann þrjú líf. Liðin raða sér á völlinn eins og sést á vallarmyndinni Nú á hvort lið fyrir sig að reyna að hitta andstæðingana og þegar það tekst fer viðkomandi yfir til síns útikóngs. Ef boltinn er gripinn á sá liðsmaður sem kastaði honum að fara til síns útikóngs. Þegar aðeins einn maður er eftir á öðrum hvorum vallarhelmingi fer útikóngur þess liðs út og á þá eins og áður sagði þrjú líf. Það má aldrei teygja sig yfir á vallarhelming andstæðingsins til að ná boltanum.
Athugið! Allir mega elta boltann ef hann fer út fyrir hliðarlínu, en ef hann fer aftur fyrir á liðið sem þar er boltann. Þegar enginn er eftir á vallarhelmingi annars liðsins er það búið að tapa leiknum.

 

 
Góða skemmtun!