Ein kona fram fyrir ekkjumann
Best er að þátttakendur séu ekki færri en tíu og þarf fjöldi þeirra að standa á oddatölu (9-11-13-15-o.s.frv.) Tveir eru um hvern stól annar situr á honum en hinn stendur fyrir aftan stólinn. Staki þátttakandinn er ekkjumaðurinn (hvort sem það er strákur eða stelpa). Hann stendur fyrir aftan stólinn. Þeir sem sitja á stólunum eru konur og eiga að horfa á ekkjumanninn. Karlarnir standa fyrir aftan stólana og eiga að passa að konurnar sleppi ekki frá þeim. Karlarnir mega ekki horfa upp, eiga að horfa beint niður á konuna sína. Ekkjumaðurinn á nú að reyna að blikka einhverja konuna til sín. Konurnar eiga að reyna að komast til ekkjumannsins. Takist "eiginmanninum" að "klukka" konuna sína kemst hún ekki í burtu. En------- eiginmaðurinn má ekki hlaupa á eftir henni. Hann verður að standa kyrr á sínum stað. Sleppi konan er eiginmaðurinn orðinn ekkjumaður og verður að reyna að blikka til sín aðra konu. Góða skemmtun!