1-2-3-4-5 Dimmalimm

 

Þátttakendur standa aftan við línu sem er í ákveðinni fjarlægð frá húsvegg. Einn grúfir sig upp við vegginn og segir upphátt: "Einn-tveir-þrír-fjórir-fimm-Dimmalimm". Á meðan hann segir þetta mega hinir ganga fram í áttina að honum.
Um leið og hann er búinn að segja þuluna má hann líta yfir hópinn og ef einhver er þá ennþá á hreyfingu verður sá hinn sami að fara til baka á byrjunarreit.
Hver sem er kominn yfir má klukka þann sem grúfir á meðan hann fer með þuluna, og þá eiga allir að hlaupa til baka en sá sem "er hann" reynir að ná einhverjum og þá á sá að grúfa næst.