Eitt strik og stoð

Þetta er boltaleikur. Þátttakendur stilla sér upp framan við gluggalausan vegg (boltavegg). Einn byrjar og hendir boltanum í vegginn og segir: "Upp fyrir Stínu"(nefnir nafn þess sem á að grípa boltann). Þá á Stína að grípa boltann og ef hún gerir það kastar hún aftur í vegginn og segir "Upp fyrir Lalla"(eða eins og áður segir). En ef Stína grípur ekki boltann hlaupa allir frá veggnum á meðan hún nær í boltann. Þegar hún hefur náð honum kallar hún: "Stoð" og þá eiga allir að stoppa. Nú á Stína að reyna að hitta einhvern krakkann og ef henni tekst það fær sá krakki "strik" en annars fær Stína það. Þegar einhver hefur fengið þrjú strik er hann úr leik. Hitti Stína krakkann á sá að kasta í vegginn næst en annars gerir Stína það.

 
Góða skemmtun!