Tenglar:


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

 

 

 

 

Landið okkar

Fátt veit ég yndislegra en að ferðast um landið okkar. Þó að ég sé komin á sjötugs aldur og sé búin að vera á ferðinni frá því að ég var lítil stelpa er ég alltaf að sjá eitthvað nýtt á ferðum mínum um landið. Öræfin hafa alltaf heillað mig og naut ég þeirra í ríkum mæli þegar við áttum jeppa. Eitt sinn hitti ég þýska konu á Mývatni sem var jarðfræðingur. Við röltum þar upp á hól, settumst niður og spjölluðum. Hún sagðist ekki geta skilið hvers vegna svo margir Íslendingar færu utan í fríinu sínu, því náttúra landsins væri svo einstök. Því til stuðnings sagði hún mér að það væri til dæmis aðeins einn staður í heiminum sem hægt væri að jafna við Mývatn, ef gætt væri að fjölbreytileika náttúrunnar. Þessi staður er einhvers staðar á Grikklandi. Mér hefur oft dottið þetta í hug síðan, þegar ég hef farið um landið okkar og upplifað dásemdir þess.
Á þessa síðu hef ég safnað saman tenglum sem tengjast landinu okkar á einn eða annan hátt. Vona ég að þið njótið góðs af.