Flöskustútur

 

Það sem þarf til er ein tóm hálfslíters gosdrykkjaflaska.
Allir sitja í hring á gólfinu nema einn sem er inni í hringnum. Hann snýr nú flöskunni og segir: "Sá sem flöskustútur lendir á á að syngja "Gamli Nói". Svo snýr hann flöskunni og sá sem flöskustúturinn lendir á á þá að syngja lagið. Þegar hann er búinn að því fer hann inn í hringinn og endurtekur leikinn. Auðvitað getur sá sem er inni í hringnum fundið upp á hverju sem er til að láta
hinn gera. En þið verðið bara að muna að verður að vera eitthvað sem allir geta gert.