Frost
Til að leika þennan leik þarf að hafa einhverskonar hristu eða trommu. Það getur verið plastskál og sleif eða eitthvað sem að hringlar í.
Einn stjórnar leiknum og slær á trommuna eða hristir hringluna. Á meðan hann gerir það labba allir um gólfið eins og tröllkarlar. En allt í einu stoppar sá sem trommar og þá eiga allir að frjósa í þeim stellingum sem þeir eru í. Trommarinn velur þann sem honum finnst flottastur og er sá næsti trommari.
 
Góða skemmtun!