Frúin í Hamborg

Þetta er orðaleikur með tveimur þátttakendum. Sá sem byrjar segir:
"Hvað keyptirðu fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér í gær. Þú mátt ekki segja svart og ekki hvítt, ekki já og ekki nei."

Hinn finnur eitthvað upp sem hann þykist hafa keypt og síðan tala þátttakendurnir saman um það og spyrjandinn reynir að fá hinn til að segja bannorðin því þá er hann búinn að vinna leikinn. Þegar leikurinn er orðinn of léttur má bæta við bannorðum, t.d. "það" ----- ÞAÐ er mjög erfitt að nota aldrei ÞAÐ orð í leiknum.

Góða skemmtun!