Gluggaparís

Þetta er leikur fyrir 2 til 3 þáttakendur.(Það geta verið fleiri en þá verður leikurinn langdreginn). Þið þurfið að hafa stein sem er sléttur á báðum hliðum, t.d. góðan sjóbarinn stein. Hann þarf að vera u.þ.b. 5 cm. í þvermál.
Sá sem byrjar stendur fyrir utan (langa svæðið neðst á parísnum) og kastar steininum í fyrsta gatið. Síðan á hann að hoppa inn í fyrsta gatið og fara allan hringinn (frá 1-6) og síðan út úr parísnum (fyrir neðan gat 6). En......hann á að sparka steininum með sér allan tímann milli gata og má bara vera á öðrum fæti í götum nr. 2 og 5 (sjá mynd). Ef hann kemst allan hringinn kastar hann næst í gat nr. 2 og síðan í 3 og þannig verður leiðin smám saman styttri sem þarf að sparka steininum með sér. Þegar einhver þátttakandi er búin að fara þannig alla hringina 6 má hann kjósa sér gat. Þá stendur hann á "útisvæðinu", snýr baki í parísinn og kastar steininum yfir höfuðið á sér og reynir að láta hann lenda í parísnum. Ef steinninn lendir í einhverju gati merkir sá sem var að kjósa sér gatið og hinir mega ekki stíga í það og verða að sparka steininum yfir það. Ef þið stígið á strik sparkið steininum út úr gatinu eða gerið einhverja aðra vitleysu á sá næsti að gera og þið byrjið á því gati sem þið voruð í næst þegar þið gerið.

 

Góða skemmtun!