Hlutur í húfunni
Allir þátttakendur setja einhvern hlut í húfu. Einn tekur að sér að stjórna leiknum. Hann er með húfuna og tekur alltaf einn hlut úr henni í einu. Stjórnandi byrjar á því að segja hvað sá á að gera sem á fyrsta hlutinn. Muna að hafa það eitthvað létt, t.d. að hoppa á öðrum fæti, syngja lag, kyssa kónginn eða bara eitthvað sem er vel framkvæmanlegt. Þegar fyrsti maður er búinn að leysa sína þraut segir hann til um hvað næsti maður á að gera o.s.frv.
 
Góða skemmtun!