Klúrí-klúrí-klapp-klapp
Þessi leikur er leikinn á velli sem hefur tvær endalínur.(Má vera stór völlur) Allur hópurinn stendur aftan við aðra endalínuna nema einn sem er staðsettur á miðjum vellinum og snýr á móti öllum hinum. Nú segir sá sem "er hann" "Klúrí-klúrí-klapp-klapp" og klappar saman höndunum um leið. Þá eiga allir að hlaupa yfir völlinn (ekki fara út fyrir hliðarlínur) og aftur fyrir hina endalínuna. En sá sem "er hann" á að reyna að klukka eins marga og hann getur og þá verða þeir í liði með honum og hjálpa honum að ná einhverjum næst þegar hópurinn hleypur yfir.
 

Góða skemmtun!