Miðjupúki
Þetta er leikur fyrir þrjá þátttakendur. Þeir standa í einni röð með nokkru millibili. Endamenn snúa hvor á móti öðrum. Nú kasta endamennirnir bolta á milli sín (ágætt að nota brennibolta) en miðjupúkinn á að reyna að ná boltanum. Takist honum það skiptir hann um pláss við þann sem kastaði boltanum síðast.
Góða skemmtun!