Sjór loft og land

Þátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn er inni í hringnum og situr líka eða liggur á hnjánum. Hann á að benda á einhvern og segja eitt af þrennu, sjór, loft eða land, um leið og hann bendir. Ef hann segir sjór á sá sem hann bendir á að nefna eitthvað dýr sem lifir í sjónum. En það verður að vera nafn á dýri (Það má t.d.ekki segja "fiskur", heldur ýsa eða þorskur eða önnur fiskanöfn)
Sama gildir um önnur dýr í sjónum (hvalir, skeldýr o.s.frv.). Segi miðjumaðurinn loft á að nefna dýr sem fljúga (muna: ekki fugl heldur lóa, spói o.s.frv.) Og ef miðjumaðurinn segir land á að nefna dýr sem lifir á landi. Þið getið sett tímamörk
á þann sem bent er á ef þið viljið, t.d. að hann verði að vera búinn að svara áður en þið teljið upp að fimm eða tíu. En það verður að ákveða áður en leikurinn byrjar. Geti viðkomandi ekki nefnt neitt dýr lendir hann inni í hringnum, en annars verður spyrjandinn að reyna við einhvern annan. Góða skemmtun!