Skip mitt er komið að landi

Þetta er samtalsleikur fyrir tvær persónur sem við köllum hér nr.1 og nr.2. Í upphafi leiks segja þær:
1) "Skip mitt er komið að landi"
2) "Hvað hefur það að færa"
1) "Þrjá unga sveina" (eða meyjar ef viðmælandi er karlkyns)
2) "Hvernig voru þeir í hátt?"
1) "Sá fyrsti, þegar ég síðast sá hann, var hár, ljóshærður, bláeygður, í brúnum rifflaflauelsbuxum og í hvítum bol. Sá annar þegar ég síðast sá hann var"...........(og þannig heldur nr.1 áfram og lýsir einhverjum þremur karlkyns-persónum sem viðmælandi þekkir örugglega). Og svo endar hann á að segja: "Hverjum viltu lifa og deyja með, hverjum viltu ganga með og hverjum viltu kasta?" Þá verður nr. 2 að gera upp hug sinn og svara spurningunni.

Góða skemmtun!