Skipaorusta er 2ja manna spil. Hvor keppandi fær svona blað (sem þú getur prentað út) Raðið skipunum á annað borðið, athugið að þau mega ekki snertast. Markmiðið er að sökkva skipum andstæðingsins. Það gerið þið með því að nefna til skiptis reiti. Ef annar segir t.d. "E-5" þá gáir mótspilarinn að því hvort eitthvað er í þeim reit hjá honum. Ef skip liggur gegnum þann reit segir hann; "Þú hefur laskað (nefnir skipið sem er laskað (skemmt). Spyrjandinn setur þá X í E-5-reitinn hjá sér á tóma borðinu. Þannig finnur hann smátt og smátt út hvernig skipið snýr og sekkur því að lokum. Sami keppandi spyr aldrei tvisvar í röð. Setjið punkta umhverfis skip sem hefur verið sökkt svo að þið nefnið ekki þá reiti. (Munið-skip mega aldrei snertast) Góða skemmtun!