Spurningaleikur

Í þessum leik geta allt frá tveimur til ótakmarkaðs fjölda tekið þátt.Einn þátt-takenda hugsar sér einhvern ákveðinn hlut eða hugtak. Hinn eða hinir spyrja þannig spurninga að alltaf sé hægt að svara annaðhvort já eða nei. Skemmtilegast er að skipta spyrjendum í tvö lið sem spyrja til skiptis. Við hvert já sem liðið fær, fær það stig og vinnur þá liðið sem hefur fleiri stig í lokin. Þið getið líka sjálf búið til einhverjar öðruvísi reglur og það er líka skemmtilegt að fara í þennan leik þó leikmenn séu bara tveir.
Góðar spurningar eru t.d. Er þetta hlutur? Er þetta hugtak? Einnig að byrja á því að komast að því hvort hluturinn (ef það er hlutur) sé í steinaríkinu, jurtaríkinu eða dýraríkinu.
Til hluta telst allt sem er áþreifanlegt, lifandi eða dautt, en hugtök eru óáþreifanleg. Esjan mundi t.d. teljast til hluta þó hún sé heilt fjall, en andrúms-loftið væri hugtak. Ritgerðin hennar Siggu um sólina er hugtak en bókin sem hún skrifaði hana í er hlutur. Góða skemmtun!