Tíu - tuttugu

Þessi parís skýrir sig nokkuð sjálfur. Þið standið í reitnum sem er utan við parísinn og hoppið jafnfætis í götin eins og númerin segja til um. Þið byrjið í 10-gatinu farið eina umferð og síðan gerir sá næsti. Það má ekki stíga á strik eða hoppa í vitlausan reit og ekki hreyfa sig í gatinu svo að þið verðið að hugsa um að lenda svoleiðis að þægilegt sé að hoppa í næsta gat. Í næstu umferð byrjið þið á 20, síðan 30 o.s.frv.

Góða skemmtun!