Yatsy

Þennan leik þekkja nú flestir en ég læt hann samt fljóta með hér.
Til þess að leika hann þurfið þið fimm teninga og yatsy-blokk eða þið getið prentið út blað hér.
Hver keppandi má kasta teningunum þrisvar, í hverri umferð og skilja eins marga teninga eftir á borðinu og hann vill, eftir hvert kast.

Til þess að fá verðlaun (35) fyrir 6 fyrstu reitina þurfið þið að fá samtals 63 út úr þeim (eða minnst 3 teninga með réttri tölu). Teljið aðeins með teninga með réttri tölu.
Til að fá fullt hús þurfið þið að fá sömu tölu á þrjá teninga og einhverja aðra tölu á hina tvo (3+2). Fyrir það fáið þið 25.
Stór röð er 1-2-3-4-5 eða 2-3-4-5-6 og fyrir hana fáið þið 40.
Lítil röð er annað hvort 1-2-3-4, 2-3-4-5 eða 3-4-5-6. Fyrir hana fáið þið 30.
Til að fá yatsy þarf að fá sömu tölu á alla teninga og þá er sama hvort það er 1 eða 6, þú færð alltaf 50 fyrir yatsy.
Í öllum öðrum tilfellum leggið þið saman punktana á öllum teningunum.

 
Góða skemmtun!